Nokia E50 - Kallkerfi

background image

Kallkerfi

Veldu

Valmynd

>

Tenging

>

Kallkerfi

.

Kallkerfi (PTT, sérþjónusta) gefur beint talsamband með því að ýta á takka. Með kallkerfi er hægt að nota tækið á sama hátt og

labbrabbtæki.

Kallkerfi

Þú getur notað kallkerfi til að tala við einn viðmælanda eða hóp fólks eða til að tengjast rás. Rás er eins og spjallrás: þú getur

hringt í rásina til að sjá hvort einhver sé tengdur. Hringingin í rásina heyrist ekki hjá öðrum þátttakendum; þátttakendurnir

tengjast bara rásinni og byrja að tala saman.
Í kallkerfissamskiptum talar einn á meðan hinir hlusta í innbyggða hátalaranum. Viðmælendur skiptast á um að svara. Þar sem

aðeins einn viðmælandi getur talað í einu er tíminn sem hægt er að tala í einu takmarkaður. Upplýsingar um hversu lengi hægt

er að tala í einu í kerfinu fást hjá símafyrirtækinu eða þjónustuveitunni.
Mundu að halda tækinu framan við þig í kallkerfissímtali þannig að þú sjáir á skjáinn. Talaðu í hljóðnemann og haltu ekki

höndunum yfir hátalaranum.
Símtöl hafa alltaf forgang yfir kallkerfi.
Áður en þú getur notað kallkerfi þarft þú að tilgreina aðgangsstað og stillingar fyrir kallkerfið. Stillingarnar kunna að berast í

sérstökum textaskilaboðum frá þjónustuveitunni sem býður upp á kallkerfisþjónustuna.
Notandastillingar
Veldu

Valkostir

>

Stillingar

>

Notandastillingar

.

Tilgreindu eftirfarandi:

Móttekin kallk.símtöl

— Veldu

Tilkynna

ef þú vilt sjá tilkynningu um innhringingar. Veldu

Samþykkja sjálfkrafa

ef þú vilt svara

kallkerfissímtölum sjálfkrafa. Veldu

Óheimilt

ef þú vilt hafna kallkerfissímtölum sjálfkrafa.

Hringitónn kallkerfis

— Veldu

Nota hringitón sniðs

ef þú vilt að stillingar innhringinga í kallkerfi fylgi sniðsstillingum. Ef sniðið

er án hljóðs, ná aðrir ekki í þig í kallkerfinu nema þegar beðið er um svarhringingu.

Tónn svarhringingar

— Tilgreindu hringitón fyrir svarbeiðni.

Ræsing forrits

— Veldu hvort þú viljir skrá þig inn í kallkerfisþjónustuna þegar þú kveikir á tækinu.

Sjálfgefið gælunafn

— Færðu inn sjálfgefna gælunafnið (hámark 20 stafir) sem er birt öðrum notendum.

Sýna vistfangið mitt

— Tilgreindu hvort aðrir eigi að sjá kallkerfisvistfangið þitt. Þú getur leyft öllum að sjá vistfangið, aðeins

viðmælendum í tveggja manna símtali eða þátttakendum í rás, eða falið vistfangið fyrir öllum notendum.

Sýna stöðu mína

— Tilgreindu hvort innskráning þín á kallkerfismiðlarann er sýnd eða falin fyrir öðrum notendum.

Tengistillingar
Veldu

Valkostir

>

Stillingar

>

Tengistillingar

.

Tilgreindu eftirfarandi:

Lén

— Sláðu inn lénsheitið sem þjónustuveitan lét þér í té.

F o r r i t f y r i r s í m t ö l

Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved.

23

background image

Heiti aðgangsstaðar

— Sláðu inn heiti aðgangsstaðar fyrir kallkerfi.

Veffang miðlara

— Sláðu inn IP-tölu eða lénsheiti kallkerfismiðlarans sem þjónustuveitan lét þér í té.

Notandanafn

— Sláðu inn notandanafnið sem þjónustuveitan lét þér í té.

Lykilorð

— Sláðu inn lykilorð, ef þess er krafist, til að skrá þig inni í kallkerfisþjónustuna. Þjónustuveitan lætur lykilorðið

yfirleitt í té.