
Símtöl
Í ótengdu sniði getur þurft að færa inn lykilnúmer og breyta yfir í hringisnið áður en hringt er, einnig í neyðarnúmer.
Til að hringja og taka á móti símtölum verður að vera kveikt á tækinu, gilt SIM-kort verður að vera í því og það verður að vera
staðsett innan þjónustusvæðis farsímakerfisins.
Sláðu inn símanúmerið, ásamt svæðisnúmeri, og ýttu á hringitakkann. Ef þú slærð inn rangt númer skaltu ýta á hreinsitakkann.
Ábending: Til að hringja til útlanda skaltu ýta tvisvar sinnum á * takkann til að setja inn plúsmerkið (+) í stað alþjóðlega
svæðisnúmersins. Sláðu því næst inn landsnúmerið og svæðisnúmerið (slepptu 0 í upphafi ef með þarf) og svo
símanúmerið.
Til að ljúka símtali eða hætta við að hringja ýtirðu á hætta-takkann.
Til að hringja í vistaða tengiliði velurðu
Tengiliðir
í biðstöðu. Sláðu inn fyrstu stafina í nafninu, flettu að nafninu og ýttu á
hringitakkann.
Sjá „Tengiliðir“, bls. 29.
Ýttu á hringitakkann til að sjá síðustu númerin sem þú hringdir í eða reyndir að hringja í (allt að 20 númer). Veldu númer eða
nafn og ýttu á hringitakkann til að hringja í það.
Sjá „Notk.skrá“, bls. 22.
Notaðu hljóðstyrkstakkana til að stjórna hljóðstyrknum á virka símtalinu.
Til að hringja í talhólfið þitt (sérþjónusta) þegar tækið er í biðstöðu skaltu halda inni 1 takkanum eða ýta á 1 og svo á
hringitakkann.