
Unnið með myndaskrár
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða framsenda sumar myndir, tónlist (þar á meðal
hringitóna) og annað efni.
Til að skoða nákvæmar upplýsingar um mynd skaltu velja myndina og
Valkostir
>
Skoða upplýsingar
. Stærð og snið skrárinnar,
tími og dagsetning þegar skránni var síðast breytt og upplausn myndarinnar í punktum er sýnt.
Til að senda mynd skaltu velja myndina,
Valkostir
>
Senda
og svo sendingarmáta.
Til að gefa mynd nýtt heiti skaltu velja mynd og
Valkostir
>
Endurnefna
. Sláðu inn nýtt heiti og veldu
Í lagi
.
Til að gera mynd að veggfóðri skaltu velja myndina og
Valkostir
>
Nota sem veggfóður
.
Til að bæta mynd við tengiliðaspjald skaltu velja mynd og
Valkostir
>
Setja við tengilið
. Tengiliðaskjárinn opnast og hægt er að