Myndskeið og straumspilun
Til að velja hreyfimyndir og hljóðskrár til spilunar í
RealPlayer
, veldu
Valkostir
>
Opna
og flettu að miðlunarskrá í tækinu eða á
minniskorti.
Til að straumspila efni skaltu velja tengil sem vísar í hljóð- eða myndskrá og velja
Spila
; eða tengjast við internetið, fletta að
hreyfimynd eða hljóðskrá og velja
Spila
.
RealPlayer
þekkir tvær gerðir tengla: rtsp:// og http:// slóðir sem vísa í RAM-skrá. Áður
en straumspilun efnisins hefst þarf tækið þitt að tengjast vefsetri og vista efnið í biðminni. Ef vandamál við tengingu valda villu
í spilun reynir
RealPlayer
sjálfkrafa að tengjast aftur við netaðgangsstaðinn.
Til að spila hljóð- og hreyfimyndaskrár sem vistaðar eru í tækinu eða á minniskorti skaltu velja skrána og
Spila
.
Til að stöðva spilun eða straumspilun skaltu velja
Stöðva
. Ef vistun í biðminni eða tenging við straumspilunarstað stöðvast,
stöðvast sömuleiðis spilun skrárinnar og hún hefst aftur frá byrjun.
Til að skoða myndskeiðið í fullri skjástærð, veldu
Valkostir
>
Spila á öllum skjá
. Stærð myndrammans breytist í venjulega eða
fulla skjástærð. Full skjástærð eykur stærð hreyfimyndarinnar þannig að hún nær yfir eins stóran hluta af skjánum án þess að
skekkja sniðhlutfallið.
Til að vista miðlunarskrá skaltu velja
Valkostir
>
Vista
, fletta að möppu í minni tækisins eða á minniskorti og velja
Vista
. Til að
vista tengil að hljóð- eða myndskrá á vefnum skaltu velja
Vista tengil
.
Flettu upp eða niður til að hraðspóla áfram eða afturábak meðan skráin er spiluð.
Ábending: Til að spóla áfram á meðan spilað er skaltu fletta upp og halda inni takkanum. Til að spóla til baka á meðan
spilað er skaltu fletta niður og halda inni takkanum.
Ýttu á hljóðstyrkstakkana auka eða minnka hljóðstyrkinn meðan á spiluninni stendur.