Nokia E50 - Tónjafnari

background image

Tónjafnari

Veldu

Valmynd

>

Miðlar

>

Tónlistarsp.

>

Valkostir

>

Tónjafnari

.

Með

Tónjafnari

geturðu lagað hljóm tónlistarskráa að þínum smekk. Hægt er að nota forstillingar fyrir mismunandi

tónlistarstefnur, til dæmis klassíska tónlist og rokktónlist. Einnig er að hægt að búa til stillingar eftir smekk hvers og eins.
Ekki er hægt að nota aðra möguleika í

Tónlistarsp.

þegar

Tónjafnari

er opinn.

Með

Tónjafnari

er hægt að magna eða deyfa ákveðin tíðnisvið þegar tónlist er spiluð og breyta því þannig hvernig tónlistin

hljómar. Hægt er að nota forstillingar sem eru tilbúnar í tækinu, til dæmis

Klassík

og

Rokk

.

Til þess að nota forstillingar þegar tónlist er spiluð velurðu stillinguna sem þú vilt nota og svo

Valkostir

>

Kveikja

.

Eigin hljómstillingar búnar til
1. Veldu

Valkostir

>

Ný forstilling

til þess að búa til eigin hljómstillingar.

2. Sláðu inn heiti fyrir forstillinguna og veldu

Í lagi

.

3. Ýttu stýripinnanum upp eða niður til að skipta á milli tíðnisviða og stilla tíðnina á hverju sviði. Skipt er á milli tíðnisviða með

því að ýta stýripinnanum til vinstri eða hægri.

4. Veldu

Til baka

til að vista stillinguna, eða

Valkostir

>

Núllstilla

til að stilla sviðið á hlutlausa tíðni og byrja upp á nýtt.

Til þess að breyta forstillingu velurðu

Valkostir

>

Ný forstilling

eða

Valkostir

>

Breyta

.

Tíðni í forstillingu er breytt með því að velja tíðnisvið og skruna upp eða niður til að auka eða minnka tíðnina. Breytingarnar

sem gerðar eru á hljómnum heyrast undir eins.
Veldu

Valkostir

>

Núllstilla

til að núllstilla tíðnisviðin á upphafleg gildi.

Til að vista nýju eða breyttu stillingarnar velurðu

Til baka

.