
Myndataka
1. Veldu
Valmynd
>
Miðlar
>
Myndavél
.
Nokia E50 tækið styður myndaupplausn upp að 1280 x 960 punktum. Myndupplausnin í þessum efnum getur virst önnur.
2. Notaðu skjáinn sem myndglugga, beindu myndavélinni að myndefninu og ýttu á stýripinnann. Tækið vistar myndina í
sjálfgefnu möppunni eða í möppu sem þú hefur valið.
Ábending: Flettu upp eða niður til þess að stækka eða minnka mynd áður en þú tekur hana.
3. Ef þú vilt ekki geyma vistuðu myndina velurðu
Valkostir
>
Eyða
. Veldu
Til baka
til að fara aftur í myndgluggann og taka aðra
mynd. Veldu
Valkostir
>
Opna Gallerí
til að skoða myndina í
Gallerí
.
Ef birtan er lítil velurðu
Valkostir
>
Næturstilling
eftir að þú opnar
Myndavél
og áður en þú tekur myndina.
Til að stilla myndgæðin velurðu
Valkostir
>
Stilla
>
Ljósgjafi
eða
Litáferð
.
Til þess að taka nokkrar myndir í röð velurðu
Valkostir
>
Myndaröð
. Myndavélin tekur þá sex myndir í röð.
Til þess að taka myndir með tímastillingu velurðu fyrst
Valkostir
>
Sjálfvirk myndataka
, svo tímann sem á að líða og ýtir loks á
Virkja
. Myndin er tekin að tímanum loknum.
Ábending: Hægt er að skoða og breyta myndum í
Valmynd
>
Miðlar
>
Gallerí
>
Myndir
.