
Quicksheet
Í
Quicksheet
er hægt að lesa Microsoft Excel skrár í tækinu.
Quicksheet
styður töflureiknisskrár á .xls sniði í Microsoft Excel 97, 2000 og XP. Forritið styður ekki allar breytingar á áðurnefndum
skráarsniðum eða valkosti þeirra.
Stýripinninn er notaður til að færast til innan skjals.
Skipt er á milli arka (vinnublaða) með því að velja
Valkostir
>
Vinnublað
.
Til að leita í örk að texta, gildi eða formúlu velurðu
Valkostir
>
Finna
.
Til að breyta því hvernig skráin birtist velurðu
Valkostir
og svo úr eftirfarandi:
•
Fletta
— Til að fletta um skrána eftir blokkum. Blokk inniheldur þá dálka og raðir sem sjást á skjánum í einu. Dálkar og raðir
eru birt með því að fletta að blokk og velja
Í lagi
.
•
Breyta stærð
— Til að stilla stærð raða og dálka.
•
Stækka/minnka
— Til að stækka eða minnka.
•
Festa rúður
— Til að hafa auðkenndu röðina, dálkinn, eða bæði sýnilegt þegar þú flettir um skrána.