Reiknivél
Til athugunar: Nákvæmni reiknivélarinnar er takmörkuð og hún er ætluð til einfaldra útreikninga.
Veldu
Valmynd
>
Office
>
Reiknivél
.
Til að reikna skaltu slá inn fyrstu töluna í útreikningnum. Veldu valkost af aðgerðakortinu, til dæmis samlagningu eða frádrátt.
Sláðu inn aðra tölu útreikningsins og veldu =. Aukastaf er bætt við með því að ýta á #.
Reiknivélin reiknar tölur í þeirri röð sem þær eru slegnar inn. Útkoman birtist á skjánum og hægt er að nota hana sem fyrstu
töluna í nýjum útreikningi.
Til að vista niðurstöðu útreiknings velurðu
Valkostir
>
Minni
>
Vista
. Fyrri niðurstöðu er skipt út í minninu fyrir nýju niðurstöðuna.
Til að sækja niðurstöður útreiknings úr minni og nota þær við útreikning velurðu
Valkostir
>
Minni
>
Úr minni
.
Veldu
Valkostir
>
Síðasta útkoma
til að skoða síðustu vistuðu niðurstöðu.
Talan er áfram í minninu þó svo forritinu sé lokað eða slökkt sé á tækinu. Hægt er að sækja vistuðu niðurstöðuna næst þegar
reiknivélin er opnuð.