
Skoðun kynninga
Opnaðu
Innhólf
, flettu að margmiðlunarskilaboðum sem innihalda kynningu og ýttu á stýripinnann. Flettu að kynningunni og
ýttu á stýripinnann.
Ýtt er á annan hvorn valtakkann fyrir neðan skjáinn til að gera hlé á kynningunni.
Þegar hlé hefur verið gert á kynningu eða henni lýkur skaltu velja
Valkostir
og velja úr eftirfarandi:
•
Opna tengil
— til að opna veftengil og skoða vefsíðuna.
•
Virkja skrunun
— til að skoða texta- eða myndir sem rúmast ekki á skjánum.
•
Halda áfram
— til að halda spilun skrárinnar áfram.
•
Spila
— til að spila kynninguna frá byrjun.
•
Leita
— til að finna símanúmer, tölvupóstföng eða vefföng sem kynningin kann að innihalda. Til dæmis er hægt að nota þessi
númer og vefföng til þess að hringja, senda skilaboð eða búa til bókamerki.
Það getur verið misjafnt hvaða valkostir eru í boði.