
Spjalltengil.
Þegar innskráningu á spjallþjónin er lokið er tengiliðalistinn fyrir þjónustuveituna sóttur sjálfkrafa. Ef tengiliðalistinn er ekki
tiltækur skaltu bíða í nokkrar mínútur og reyna að sækja listann handvirkt.
Ábending: Vinstra megin við nöfn spjalltengiliða er vísir sem sýnir stöðu þeirra.
Til að búa til spjalltengiliðaspjald skaltu velja
Valkostir
>
Nýr spjalltengiliður
. Sláðu inn notandakennið og gælunafn og veldu
Lokið
. Notandakennið má vera allt að 50 stafir og þjónustuveitan gæti farið fram á að notandakennið sé á sniðinu
notandi@lén.is. Gælunafnið er valfrjálst.
Til að skoða annan lista með spjalltengiliðum skaltu velja
Valkostir
>
Nýr tengiliðalisti
.
Flettu að tengilið, veldu
Valkostir
og svo einhvern af eftirfarandi valkostum:
•
Opna samtal
— til að hefja eða halda áfram spjalli við tengiliðinn
•
Upplýs. tengiliðs
— til að skoða tengiliðaspjaldið.
•
Breyta
— til að breyta eða eyða tengiliðaspjaldinu, færa það á annan tengiliðalista eða fá tilkynningu þegar tengistaða
tengiliðarins breytist
•
Tilheyrir hópum
— til að sjá þá spjallhópa sem tengiliðurinn hefur gengið í.
•
Nýr tengiliðalisti
— til að búa til tengiliðalista fyrir tiltekinn hóp spjalltengiliða.
•
Uppfæra stöðu notenda
— til að uppfæra stöðu spjalltengiliðanna þinna.
•
Útilokunarmöguleik.
— til að loka fyrir eða leyfa móttöku skilaboða frá tengiliðnum.
•
Innskráning
— Til að tengjast við spjallmiðlara ef forritið skráði þig ekki inn þegar það var ræst.
•
Útskráning
— Til að aftengjast við spjallmiðlarann.
•
Stillingar
— Til að breyta stillingum spjallforritsins eða miðlarans.