Símtalsstillingar
Veldu
Hringing
og svo einhvern af eftirfarandi valkostum:
•
Senda mitt númer
— Veldu
Já
til að sá sem þú hringir í sjái símanúmerið þitt eða
Stillt af símkerfi
til að láta símkerfið ákveða
hvort birta skuli upplýsingar um þig.
•
Símtal í bið
— Veldu
Gera virkt
til að fá tilkynningar um ný símtöl meðan á öðru símtali stendur, eða ýttu á stýripinnann og
veldu
Athuga stöðu
til að athuga hvort valkosturinn sé virkur í símkerfinu.
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved.
69
•
Hafna símtali með SMS
— Veldu
Já
til að textaskilaboð séu send sjálfkrafa til þeirra sem hringja í þig þar sem útskýrt er af
hverju þú getur ekki svarað símtalinu.
•
Texti skilaboða
— Sláðu inn textann sem á að senda þegar þú getur ekki svarað símtali og vilt senda sjálfvirkt svar í
textaskilaboðum.
•
Sjálfvirkt endurval
— Veldu
Virkt
til að hringja aftur ef það var á tali í fyrstu tilraun. Tækið gerir að hámarki 10 tilraunir til að
ná sambandi.
•
Samantekt e. hring.
— Veldu
Virk
til að birta í stutta stund upplýsingar um lengd síðasta símtals.
•
Hraðval
— Veldu
Virkt
til að virkja hraðval tækisins. Hringt er í símanúmer sem tengd eru hraðvalstökkunum (2-9) með því
að halda tökkunum inni.
Sjá „Hraðval“, bls. 21.
•
Takkasvar
— Veldu
Virkt
til að svara símtali með því að ýta í stutta stund á einhvern takka, að endatakkanum frátöldum.
•
Lína í notkun
— Veldu
Lína 1
eða
Lína 2
til að skipta um símalínu fyrir símtöl og textaskilaboð úr símanum (sérþjónusta).
Þessi stilling er einungis birt ef SIM-kortið styður þessa skiptingu og áskrift að tveimur símalínum.
•
Línuskipting
— Veldu
Gera óvirka
til að loka fyrir skiptingu á milli símalína (sérþjónusta). Nauðsynlegt er að hafa PIN2-númerið
til að breyta þessari stillingu.