
Stillingar aukahluta
Veldu
Valmynd
>
Verkfæri
>
Stillingar
>
Aukahlutir
.
Viðvörun: Þegar höfuðtólið er notað getur það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki skal nota höfuðtólið þar sem
hætta getur stafað af.
Hægt er að skilgreina eftirfarandi stillingar fyrir flestan aukabúnað:
•
Sjálfvalið snið
— Sniðið valið sem verður virkt þegar aukahlutur er festur við tækið.
•
Sjálfvirkt svar
— Láttu tækið svara símtölum sjálfkrafa þegar aukahlutur er tengdur. Veldu
Virkt
til að láta tækið svara
innhringingu sjálfkrafa eftir 5 sekúndur. Ef gerð hringingar er stillt á
Pípa einu sinni
eða
Án hljóðs
í valmyndinni Snið er
sjálfvirk svörun óvirk.
•
Ljós
— Veldu
Kveikt
til að lýsa upp tækið þegar það er tengt við aukabúnað.