Nokia E50 - Stillingar

background image

Stillingar VPN-aðgangsst.
Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá réttar stillingar fyrir aðgangsstaði.
Til að breyta stillingum VPN-aðgangsstaða, skaltu velja aðgangsstað og

Valkostir

.

Veldu úr eftirfarandi:

Nafn tengingar

— Færðu inn heiti fyrir VPN-tenginguna. Nafnið getur mest verið 30 stafir að lengd.

VPN-stefna

— Veldu VPN-stefnu sem á að nota með aðgangsstaðnum.

Internetaðgangsst.

— Veldu netaðgangsstað sem nota á með þessum VPN-aðgangsstað.

Veff. proxy-miðlara

— Færðu inn vistfang proxy-miðlara VPN-aðgangsstaðarins.

Númer proxy-gáttar

— Sláðu inn tölu proxy-gáttarinnar.

Stillingar

Til að skoða og eyða stillingum fyrir örugga miðlara skaltu velja

Valmynd

>

Verkfæri

>

Stillingar

>

Samband

>

Samskipanir

.

Þú getur fengið skilaboð frá símafyrirtækinu, þjónustuveitunni eða upplýsingadeild fyrirtækis með stillingum fyrir örugga

miðlara. Þessar stillingar eru sjálfkrafa vistaðar í

Samskipanir

. Þú getur fengið stillingar fyrir aðgangsstaði, margmiðlunar- eða

tölvupóstþjónustu og spjallþjónustu, eða stillingar frá öruggum miðlurum.
Stillingum fyrir öruggan miðlara er eytt með því að velja miðlarann og ýta á hreinsitakkann. Stillingum fyrir önnur forrit frá

miðlaranum er einnig eytt.