Nokia E50 - Stillingar miðlarasniðs

background image

Stillingar miðlarasniðs

Veldu

Valmynd

>

Tenging

>

Stj. tækis

.

Til þess að búa til miðlarasnið velurðu

Valkostir

>

Nýtt snið miðlara

og einhvern eftirfarandi valkosta:

Nafn miðlara

— Færðu inn heiti stillingamiðlarans.

Auðkenn.nr. netþjóns

— Færðu inn auðkenni stillingamiðlarans. Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá réttar stillingar.

Lykilorð miðlara

— Færðu inn lykilorð sem gerir tækinu kleift að bera kennsl á miðlarann þegar miðlarinn hefur stillingalotu.

Tegund tengingar

— Veldu með hvaða hætti á að koma á tengingu við miðlarann.

Aðgangsstaður

— Veldu aðgangsstaðinn sem á að nota til að tengjast við miðlarann.

Heimaveffang

— Færðu inn veffang miðlarans.

Gátt

— Færðu inn gáttarnúmer miðlarans.

Notandanafn

og

Lykilorð

— Færðu inn notandanafn og lykilorð til að miðlarinn beri kennsl á tækið þegar þú hefur stillingalotu.

Leyfa stillingar

— Til þess að hægt sé að taka á móti stillingum frá miðlaranum velurðu

.

Samþ. allar sjálfkrafa

— Veldu

Nei

ef þú vilt að tækið biðji um staðfestingu áður en stillingar frá miðlaranum eru samþykktar.

Til þess að breyta miðlarasniði velurðu

Valkostir

>

Breyta sniði

.