
Leit í tækinu
Hægt er að leita að upplýsingum í tengiliðum, minnismiðum, stefnumótum í dagbók, verkefnum, tölvupóstum og
textaskilaboðum. Einnig er hægt að leita að skrám eftir skráarheitum í minni tækisins og á minniskorti.
Veldu
Valmynd
>
Office
>
Leit í tækinu
.
Veldu efnisgerðina sem þú vilt leita í. Hætt er við efnisval með því að velja nýja gerð. Til að leita að öllum efnisgerðum velurðu
Öll
. Sláðu inn leitarorðin eða upphaf þeirra. Veldu
Leita
.
Ábending: Algildisstafir geta hjálpað til við að finna hluti. Notaðu ? í leitarorðum í stað einstaka stafs og * í stað engra
eða fleiri stafa.
Til að nota tvö leitarorð skaltu aðskilja þau með bili. Þú finnur þá aðeins hluti sem innihalda bæði leitarorðin.
Til að finna nákvæmar niðurstöður út frá setningu skaltu setja gæsalappir utan um setninguna.
Til að skoða hvað þú hefur leitað að áður velurðu
Valkostir
>
Fyrri niðurstöður
.