Nokia E50 - SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

background image

SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan, símafyrirtækið

eða annar söluaðili.
1. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.

Bakhlið tækisins er snúið upp og ýtt er á lausnarhnappinn (1). Bakhliðin opnast. Lyftu upp hliðinni í stefnu örvarinnar (2).

2. Taktu krækjurnar á efri hluta bakhliðarinnar úr höldum sínum.
3. Ef rafhlaðan er í tækinu er hún fjarlægð með því að lyfta henni í áttina sem örin vísar.

4. Halda SIM-kortsins er opnuð með því að renna henni niður og lyfta henni svo varlega.
5. Settu inn SIM-kortið. Snertiflötur kortsins þarf að snúa að tengjum tækisins og skáhornið á SIM-kortinu þarf að vísa að efri

hlið tækisins. Lokaðu höldunni og renndu henni upp til að læsa henni.

Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved.

8

background image

6. Settu rafhlöðuna í.

7. Settu bakhliðina aftur á sinn stað.