Nokia E50 - Unnið með tengiliðahópa

background image

Unnið með tengiliðahópa

Búðu til tengiliðahóp þannig að þú getir sent SMS eða tölvupóst til margra viðtakenda í einu.
1. Flettu til hægri og veldu

Valkostir

>

Nýr hópur

.

2. Sláðu inn heiti fyrir hópinn eða notaðu sjálfgefna heitið og veldu

Í lagi

.

3. Opnaðu hópinn og veldu

Valkostir

>

Bæta félögum við

.

4. Flettu að hverjum þeim tengilið sem þú vilt bæta við hópinn og ýttu á stýripinnann til að merkja hann.
5. Veldu

Í lagi

til að bæta öllum merktum tengiliðum við hópinn.

Eftirfarandi valkostir standa til boða þegar þú velur

Valkostir

á skjánum með tengiliðahópunum:

Kallkerfisvalkostir

— Komdu á kallkerfissímtali við einstakling eða hóp, eða sendu beiðni um að hringt verði í þig.

Opna

— Opnaðu tengiliðahópinn og skoðaðu meðlimi hópsins.

Búa til skilaboð

— Sendu skilaboð.

Nýr hópur

— Búðu til nýjan tengiliðahóp.

Eyða

— Eyddu tengiliðahóp.

Endurnefna

— Gefðu tengiliðahópnum annað heiti.

Hringitónn

— Tengdu ákveðinn hringitón við tengiliðahóp.

Upplýs. um tengiliði

— Skoðaðu upplýsingar um tiltekinn tengiliðahóp.

Stillingar

— Stilltu hvernig nöfn meðlima í hópnum birtast á skjánum.

Til þess að fjarlægja tengilið úr tengiliðahóp skaltu opna hópinn. Flettu að tengiliðnum sem þú vilt fjarlægja og veldu

Valkostir

>

Fjarlægja úr hópi

>

.

Ábending: Til þess að athuga hvaða hópi tengiliður tilheyrir velurðu

Valmynd

>

Tengiliðir

. Flettu að tengiliðnum og

veldu

Valkostir

>

Tilheyrir hópum

.

Til þess að skoða eða breyta tengilið í tengiliðahópi skaltu opna hópinn. Flettu að tengiliðnum sem á að skoða eða breyta og

veldu

Valkostir

. Veldu úr eftirfarandi valkostum:

Opna

— Tengiliðaspjaldið er opnað og upplýsingar um tengiliðinn birtar.

Hringja

— Hringdu í tengiliðinn.

Búa til skilaboð

— Búðu til og sendu textaskilaboð eða margmiðlunaskilaboð til tengiliðarins.

Fjarlægja úr hópi

— Fjarlægðu tengiliðinn úr tengiliðahópnum.

Tilheyrir hópum

— Skoðaðu alla hópa sem tengiliðurinn tilheyrir.