
Bluetooth
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2.0 sem styður eftirfarandi snið: Snið fyrir: Upphringingar, WAP, skráarflutning,
handfrjálst, höfuðtól, grunnsnið mynda og SIM-aðgangssnið. Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja sem styðja Bluetooth-
tækni skal nota aukahluti sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund. Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra
tækja um samhæfi þeirra við þetta tæki.
T e n g i n g a r
Copyright © 2006 Nokia. All Rights Reserved.
53

Bluetooth-tækni gefur notendum kost á þráðlausri tengingu á milli tveggja rafeindatækja sem eru í innan við 10 metra (33 feta)
fjarlægð frá hvort öðru. Hægt er að nota Bluetooth-tengingu til að senda myndir, hreyfimyndir, nafnspjöld, minnismiða í
dagbókum og til að tengjast við önnur tæki sem nota Bluetooth-tækni, líkt og tölvur.
Þar sem tæki sem nota Bluetooth-tækni hafa samskipti með útvarpsbylgjum þurfa tækið þitt og tækið sem það er tengt við
ekki að vera staðsett beint á móti hvort öðru. Tækin tvö þurfa einungis að vera í innan við 10 metra fjarlægð frá hvort öðru.
Truflanir geta þó orðið á tengingunni vegna veggja eða annarra rafeindatækja.