
Leiðsöguskjár
Leiðsagnarforritið vísar þér til áfangastaðar. Höfuðáttirnar eru gefnar til kynna með bókstöfum á hringnum. Áttin að
ákvörðunarstað er gefin til kynna með dekkri lit.
Veldu úr eftirfarandi:
•
Velja ákvörðunarstað
— til að velja leiðarmerki eða staðsetningu sem ákvörðunarstað ferðarinnar, eða til að slá inn lengdar-
og breiddargráðu ákvörðunarstaðar.
•
Hætta leiðsögu
— til að eyða ákvörðunarstaðnum sem var valinn fyrir ferðina.
•
Vista stöðu
— til að vista núverandi staðsetningu sem staðsetningu eða leiðarmerki.
•
Staða gervitungla
— til að sjá sendistyrk gervitunglanna sem sjá leiðsagnarforritinu fyrir nauðsynlegum upplýsingum um
staðsetningu.
•
Vistaðar staðsetn.
— til að sjá staðsetningarnar sem þú hefur vistað tímabundið í tækinu til að aðstoða við leiðsögnina.