
Lengd ferðar
Áfangamælirinn reiknar út vegalengd, ferðartíma, meðalhraða og hámarkshraða.
Veldu úr eftirfarandi:
•
Ræsa
— til að setja áfangamælinn í gang.
•
Stöðva
— til að hætta að nota áfangamælinn. Gildin sem mælirinn hefur reiknað út eru áfram á skjánum.
•
Halda áfram
— til að halda áfram að nota áfangamælinn.
•
Endurstilla
— til að núllstilla gildin sem áfangamælirinn hefur reiknað út og byrja að reikna þau út aftur frá grunni.
•
Hreinsa
— til að hreinsa út gildi áfangamælisins eftir að hætt er að nota hann.
•
Vista stöðu
— til að vista núverandi staðsetningu sem vegpunkt eða leiðarmerki.
•
Staða gervitungla
— til að sjá sendistyrk gervitunglanna sem sjá leiðsagnarforritinu fyrir nauðsynlegum upplýsingum um
staðsetningu.
•
Vistaðar staðsetn.
— til að sjá staðsetningarnar sem þú hefur vistað tímabundið í tækinu til að aðstoða við leiðsögnina.