Nokia E50 - Uppsetning forrita og hugbúnaðar

background image

Uppsetning forrita og hugbúnaðar

Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá aðilum sem veita nægilegt öryggi og vörn gegn

skaðlegum hugbúnaði.

Hægt er að setja upp tvenns konar forrit og hugbúnað í tækinu:
• Forrit og hugbúnað sem er sérstaklega ætlaður fyrir tækið eða samhæfur við Symbian-stýrikerfið. Þessar uppsetningarskrár

hafa endinguna .sis.

• J2ME™ forrit sem samhæf eru við Symbian stýrikerfið. Uppsetningarskrár Java forrita hafa endinguna .jad eða .jar.
Hægt er að flytja uppsetningaskrár í tækið úr samhæfðri tölvu, hlaða þeim niður af vefnum og fá þær sendar í

margmiðlunarskilaboðum, sem tölvupóstsviðhengi eða um Bluetooth. Ef þú flytur skrá í tækið með PC Suite skaltu vista skrána

í möppunni C:\nokia\installs.
Meðan á uppsetningu stendur kannar tækið hvort pakkinn sem á að setja upp sé heill og gallalaus. Tækið sýnir upplýsingar um

prófanirnar sem eru í gangi og hægt er að velja að halda áfram með uppsetninguna eða hætta við hana.
Ef þú setur upp forrit sem þurfa nettengingu skaltu hafa í huga að orkunotkun tækisins kann að aukast þegar forritin eru notuð.