Nokia E50 - Vottorðastjórnun

background image

Vottorðastjórnun

Mikilvægt: Athuga skal að þó að notkun vottorða dragi verulega úr þeirri áhættu sem fylgir fjartengingum og

uppsetningu hugbúnaðar verður að nota þau rétt svo að aukið öryggi fáist. Tilvist vottorðs er engin vörn ein og sér.

Vottorðastjórinn verður að vera með rétt, sannvottuð eða tryggileg vottorð svo að aukið öryggi fáist. Vottorð eru

bundin tilteknum tíma. Ef textinn Útrunnið vottorð eða Ógilt vottorð birtist þó að vottorðið ætti að vera gilt skal athuga

hvort rétt dag- og tímasetning er á tækinu.
Áður en vottorðsstillingum er breytt þarf að ganga úr skugga um að örugglega megi treysta eiganda þess og að það

tilheyri í raun eigandanum sem tilgreindur er.

Stafræn vottorð eru notuð til að staðfesta uppruna hugbúnaðar en tryggja ekki öryggi. Um þrjár tegundir vottorða er að ræða:

heimildavottorð, einkavottorð og vottorð miðlara. Ef tengingin er örugg getur verið að miðlari sendi vottorð í tækið. Þegar

vottorðið er móttekið er það sannvottað af heimildavottorði sem er vistað í tækinu. Látið er vita ef uppruni miðlarans er ekki

staðfestur eða ef ekki er rétt vottorð í símanum.
Hægt er að hlaða vottorði niður af vefsvæði, fá það sem viðhengi í tölvupósti eða sem skilaboð með Bluetooth eða innrauðri

tengingu. Nota ætti vottorð þegar senda á trúnaðarupplýsingar til netbanka eða miðlara. Einnig ætti að nota þau til að minnka

hættuna á vírusum eða öðrum skaðlegum hugbúnaði og tryggja áreiðanleika hugbúnaðar sem hlaðið er niður af netinu og

settur upp í tækinu.

Ábending: Þegar nýju vottorði er bætt við skal sannvotta uppruna þess.